Quantcast
Channel: Merar / Mares – viljahestar
Viewing all 16 articles
Browse latest View live

Tamningar 2012

$
0
0

SpurnLilja2012

Spurn frá Melaleiti

Í haust var gerður skurkur í frumtamningum en lítið var gert í þeim málum í fyrra sökum húsleysis, því þurfti að frumtemja 2008 og 2009 árgangana. Um tamningarnar sá Lilja Sigurðardóttir í Gusti fórst það vel úr hendi að vanda, en hún hefur frumtamið megnið af tryppunum okkar undanfarin ár. Hryssur á fimmta vetur voru Dýrtíð, undan Tígur frá Álfhólum og Dýrfinnu, og Rýmd frá Enni undan Kvisti frá Enni og Röskvu Gnóttardóttir. Á fjórða vetur voru Dýrkun undan Dýrfinnu og Glámi, Lota undan Glampa frá Vatnsleysu og Runu, Síðasta-Öld undan Glámi og móður hans Veru og Spurn undan Glymi frá Innri-Skeljabrekku og Veröld. Flest tryppin voru tamin í 5-6 vikur nema Spurn sem síðust var tekin inn og fékk því ekki nema 2 vikna skólun.

Hryssurnar tömdust ágætlega í þessari törn og engin þeirra var alómöguleg. Þær draga flestar dám af mæðrum sínum, frænkurnar Lota og Síðasta-Öld eru gangsamar með lint brokk, lyfta fótum og urðu fljótt reiðfærar. Systurnar Dýrtíð og Dýrkun eru örlyndar og klárgengar líkt og móðir þeirra, verða flottar týpur með áframhaldandi tamningu enda bráðvel gerðar. Rýmd sækir óþarflega mikið í afa sinn Hvanneyrar-Ófeig með geðslagið, reyndist auk þess töluvert klárgeng eins og mörg afkvæmi Kvists, en skrefið er verklegt. Eftir einungis tveggja vikna tamningu í þetta sinn, fór Spurn samt vel af stað: auðtamin, með gott ganglag og fótaburð með góðu framgripi – spennandi tryppi þar á ferð og ekki spillir liturinn fyrir, jarpvindótt, tvístjörnótt og leistótt.

Click to view slideshow.

  I efteråret fik unghopper af årgang 2008 og 2009 sin første tilridning. For grundtræningen stod Lilja Sigurðardóttir, som hun har gjørt for os i snart de sidste mange år. Hopperne af årgang 2008 var Dýrtíð efter Tígur fra Álfhólar og Dýrfinna, Rýmd fra Enni efter Kvistur fra Enni og Röskva, datter af Gnótt. Af årgang 2009 var hopperne Dýrkun efter Glámur og Dýrfinna, Lota efter Glampi fra Vatnsleysa og Runa, Síðasta-Öld efter sin broder Glámur og Vera; samt Spurn efter Glymur fra Innri-Skeljarbrekka og Veröld.

Træningen af hopperne gik nogenlunde efter bogen og ingen af dem blev fundet heldt umulig. Man kan se snert af deres mødre i alle af dem. Niecerne Síðasta-Öld og Lota er højtgående femgængere med svag trav og var nemme at tilride. Søstrene Dýrkun og Dýrtíð er travagtige med kvik temperament, men bliver flotte firgængere med mere træning samt at have udseendet med sig. Rýmd har et sind man kender fra mange afkom af hendes morfar, Ófeigur fra Hvanneyri, hun er en firgænger med rumelige bevægelser og go fremdrift. Træningen varede 5-6 uger for de fleste med undtagelse af Spurn der blev taget sidst på stald og fik derfor kun 2 uges træning. Spurn viste sig at være nem og medgørelig, med vel adskildte gangarter og høj benløft, – en meget spændende unghoppe.

  We had a flock of six mares going to their first basic training this winter. As often before we had trainer Lilja Sigurðardóttir to work with the three and four year old mares: Dýrtíð from Melaleiti (2008) – sire Tígur from Álfhólar, dam Dýrfinna; Rýmd from Enni (2008) – sire Kvistur fra Enni, dam Röskva (daughter of Gnótt); Dýrkun from Melaleiti – sire Glámur, dam Dýrfinna; Lota from Melaleiti (2009) – sire Glampi fra Vatnsleysa, dam RunaSíðasta-Öld from Melaleiti (2009) sire Glámur, dam VeraSpurn from Melaleiti – sire Glymur fra Innri-Skeljarbrekka, dam Veröld.

All the young mares responded well to these first training periods, varying from 2 weeks up to 6 weeks. Some of the fillies may be more promising than others, for instance Spurn who seems to have clear gates and elegant movements. The name Spurn means News or Rumor or even Question.


Kvöld í júlí

$
0
0

Kvoldijuli-08072013

Mægðinin í Skálatungu: Ofgnótt og Ofjarl frá Melaleiti, um lágnætti í gær.

  Lige før midnat i går: Ofgnótt og Ofjarl fra Melaleiti.

  Just before midnight yesterday: Ofgnótt and her foal, Ofjarl from Melaleiti.

 

Kafgras

$
0
0

Ofgnótt-Ætt-21062014

Grasið hefur sprottið vel í vætutíðinni í sumar. Þarna skimar Ofgnótt yfir graðhestahólfið og það glittir í folaldið, Ætt frá Melaleiti.

  I Melaleiti er der vanligvis godt med græs, både på eng og marker. Og i år har græsset vokset extra godt i regnvejret. Her er det Ofgnótt og hendes føl, Ætt frá Melaleiti, der er næsten skjult af græsset.

 The grass is rich and lush on the pastures at our farm Melaleiti. Here it is Ofgnótt having a feast, and her foal Ætt from Melaleiti, almost hidden in the grass.

Hvinur í lofti, gíll á himni!

$
0
0

Hvinur-1-28082014

Á ferðum mínum um Húnavatnssýslur síðustu ár hef ég rekist á mörg bráðfalleg og ganggóð tryppi undan Álfs- og Hrímusyninum Hvini frá Blönduósi. Í vor var því ákveðið að ein af sparihryssunum, Glás frá Hofsósi, færi undir Hvin. Glás og folaldið hennar frá því í vor, Gíll frá Melaleiti, voru sótt á Blönduós í vikunni sem leið. Þar sem við vorum á heimleið, með Glás og Gíl á kerrunni, birtist okkur á kvöldhimninum ljósfyrirbrigðið sem Gíll dregur nafn sitt af. Gíll fór á undan sólu yfir Borgarvirki, en þokan vall um fjallaskörð. Heima í Melaleiti tók Gíll nafngiftina alvarlega og rann á undan öðrum í hópnum.

SólGíllBorgarvirki-28082014

  På mine rejser til forskellige gårde i Húnavatnssýslur i nord Island har jeg lagt mærke til flere elegante og velgående ungheste efter hingsten Hvinur fra Blönduós. Derfor faldt valget på Hvinur som hingst for Glás fra Hofsós denne sommer. I ugen blev Glás og hendes føl fra i år, Gíll fra Melaleiti, hentet på Blönduós, hvor de har gået sammen med Hvinur. Det var så meget passende at vi på vejen hjem til Melaleiti fik at se det lysfæomen Gíll har sit navn efter: en bisol eller solhund, på den smukke aftenhimmel. Hjemme i Melaleiti var Gíll lige så tapper og løb foran de andre i flokken.

  When travelling in the Húnavatnssýslur area I have been taking notice of some handsome young horses, with excellent movements, sired by Hvinur from Blönduós. So this year one of our mares, Glás from Hofsós, went to Hvinur. Late last week we took Glás and her foal from this year, Gíll from Melaleiti, back to our farm. And very much apropos: On the way home we got to see the light phenomenon „gíll“ in the sky, the name for the phantom sun, or the sun-dog, that can appear on the right of the sun. At home in Melaleiti Gíll was just as gallant and ran before the others in the flock.

Glás-og-Gíll-1-30082014
Gíll-30082014

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Hvinur frá Blönduósi Gíll frá Melaleiti Glás og Gíll Sól og gíll – yfir Borgarvirki / Sun-dog on the right Gíll frá Melaleiti gíll á himni / sun-dog Gíll fer fyrir / Gíll running in front

 

Gengið til hrossa – vonir og væntingar

$
0
0

Hrossin-1309-2014

Stór þáttur í allri hrossarækt er vonin, vonin um gæðinginn í því ungviði sem er að vaxa úr grasi. Stundum standast væntingarnar en í öðrum tilfellum ganga þær ekki eftir, af ýmsum ástæðum. Í Melaleitisstóðinu er að finna áhugaverð tryppi sem við erum spennt fyrir, m.a. undan heimahestunum Glámi frá Hofsósi og Ágústínusi frá Melaleiti; Vatnsleysuhestunum Glampa, Andra og Lord; Árelíusi Ágústínusarsyni frá Hemlu II og Tígri frá Álfhólum, – svo eitthvað sé nefnt. Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum tryppum í stóðinu núna í september.

  Stor del af charmen ved avl af hester er forventningerne til unghesterne: at de en dag måske bliver til „gæðingur“ hvis allt går efter planen. Nogle gange går forventningerne op i en højere enhed men i andre tilfælder ebber de ud, – af forskellige grunde. Blandt unghestene i Melaleiti er afkom efter Lord, Andri og Glampi fra Vatnsleysa; og efter hingste fra vores avl: Glámur og Ágústínus; samt Ágústínussønnen Árelíus fra Hemla II, for at nævne nogle. Her kommer nogle fotos fra nu i september, af unge hopper og vallaker i flokken. (Tak til Svava Svansdóttir for en del fotos!)

 One of the largest driving forces in horsebreeding is the hope: the expectations one has to the young unbroken horses in the flock. Sometimes the expectations are fulfilled but other times the horses don’t live up to the goal, for many reasons. We like to think we have some interesting young horses in our flock, soon to be heading for training. Some are sired by stallions from our own bred, like Glámur from Hofsós and Ágústínus from Melaleiti; others by good stallions from Vatnsleysa: Glampi, Andri and Lord; and some by Árelíus from Hemla II (son of Ágústínus) and Tígur from Álfhólar. All photos taken in September.

Árún-1309-2014

Árún frá Mosfelli. F: Ágústínus frá Melaleiti M: Vogun frá Varmalæk

Náttvörður-1309-2014

Náttvörður frá Kópavogi. F: Glámur frá Hofsósi M: Nótt frá Kópavogi. Eigandi Svanur Halldórsson

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Bóseind frá Melaleiti F: Lord frá Vatnsleysu M: Veröld frá Dýrfinnustöðum Dýrð frá Melaleiti F: Árelíus frá Hemlu II M: Dýrfinna frá Hofsósi Bóseind frá Melaleiti F: Lord frá Vatnsleysu M: Veröld frá Dýrfinnustöðum Glögg frá Melaleiti F:  Árelíus frá Hemlu II M: Glás frá Hofsósi Birtingur frá Melaleiti F: Glámur frá Hofsósi, M: Emma-Birtingur frá Kópavogi Síðasta-Öld frá Melaleiti F: Glámur frá Hofsósi M: Vera frá Kópavogi Dýrtíð frá Melaleiti F: Tígur frá Álfhólum M: Dýrfinna frá Hofsósi

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ágústínusardætur

$
0
0

2014 26des Melaleiti

Ágústínusardæturnar Menntun og Dýrvin (fæddar 2010) komu heim í desember eftir að hafa verið í tamningu í Skipanesi í sumar og haust. Menntun, sem undan Erlu-Birtingi, hefur frá fyrsta degi verið óttalegur heimalningur og hélt þeim háttum af bæ. Dýrvin, sem er undan Dýrfinnu, kom vel út í tamningunni og er bráðefnileg klárhryssa. Þær fá nú frí frá frekari tamningum eitthvað fram á vorið. 

  To døtre af ÁgústínusMenntun og Dýrvin kom hjem i desember, men de har været i træning i Skipanes i sommer og efteråret. Menntun, der er datter af Erla-Birtingur, har lige fra fødslen været frisk og frejdig og beholdt sine karaktertræk gennem træningsperioden. Dýrvin, der er efter Dýrfinna, viste sig at være meget lovende firegænger. Søstrene holder nu pause fra træningen indtil hen på foråret.

 Two young mares, sired by Ágústínus from Melaleiti, came home in December after a period of training in Skipanes. Menntun, who’s dam is Erla-Birtingur, has a bold and fearless character. Dýrvin, who’s dam is Dýrfinna, is a promising four-gate mare.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Menntun-frá-Melaleiti-2014

Menntun frá Melaleiti, undan Ágústínusi frá Melaleiti og Erlu-Birtingi frá Hofsósi

Dýrvin og Menntun Dec-2014

Dýrvin frá Melaleiti og Menntun frá Melaleiti

Dýrvin frá Melaleiti Dec-2014

Dýrvin frá Melaleiti, undan Ágústínusi frá Melaleiti og Dýrfinnu frá Hofsósi

Menntun-og-Dýrvin-2014
Menntun og Dýrvin 1 Dec-2014

 

Veðjað á Ísak!

$
0
0
Isak-fra-Dyrfinnustodum

Ísak frá Dýrfinnustöðum. Eig. og knapi: Björg Ingólfsdóttir.

Í síðustu viku var farið með þær Messu og Runu í Skagafjörð undir Ísak frá Dýrfinnustöðum, en hann er 5. vetra stóðhestur sem vinkona okkar Björg Ingólfsdóttir hefur ræktað. Ísak, sem undan Hróðri frá Refsstöðum og List frá Vatnsleysu, hefur vakið athygli okkar í uppvextinum fyrir myndarskap og kurteisi í allri umgengni. Ísak er með stærstu hestum (151 sm) og var í vor sýndur í kynbótadómi til 1. verðlauna af Gísla Gíslasyni í Þúfum þar sem hann fékk meðal annas 8.66 fyrir byggingu. Ingunn systir Bjargar sendi okkur þessa fínu mynd af Björgu á hestinum til að birta með þessari færslu.

 I sidste uge tog vi Messa og Runa på hestetraileren til Skagafjörður for at møde Ísak fra Dýrfinnustaðir, en fem årig hingst der er avlet af vores veninde Björg Ingólfsdóttir.  Ísak, der er efter Hróður fra Refsstaðir og List fra Vatnsleysa, har gjort godt indtryk under opvæksten for sit smukke ydre samt sit rolige og medgørelige sind. Ísak blev kåret til 1. premie her til foråret og opnåede bl.a. 8.66 for byggning. Ingunn, der er søster til ejeren Björg, tog dette fine billede af Björg og Ísak for vores blog. 

 Last week we took two of our mares, Messa and Runa, to Skagafjörður to meet Ísak from Dýrfinnustaðir, a five year old stallion owned by our young friend Björg Ingólfsdóttir. Ísak, whose sire is Hróður from Refsstaðir and dam List from Vatnsleysa, has through the years made an impression on us for his beauty and calm and friendly temperament. He was evaluated for breeding this spring and got a 1. price. Björg’s sister, Ingunn, took this nice picture for our blog, of Björg riding Ísak.

World Toelt 2016 í Óðinsvéum

$
0
0

Gomlu-merarnar

Þeir stóðu sig vel afkomendur Gnóttar og Veru á sterku World Toelt móti í Óðinsvéum um síðastliðna helgi. Ágústínus sonur Gnóttar hlaut silfrið í flokki alhliða stóðhesta en bronsið í sama flokki hreppti dóttursonur Veru, hinn hágengi Léttir frá Hellesylt. Gnótt átti einnig afkomenda í úrslitum í fjórgangi, Ask frá Lönguhlíð en hann er undan Erils-dótturinni Öskju frá Stóra-Sandfelli.

  De præsenterede sig godt i weekenden på World Toelt i Odense, ætlinger efter vores stamhopper Gnótt og Vera. I hingsteshowet for 5-gængere fik Gnótt-sønen Ágústínus sølvmedaljen men bronzen gik til Léttir fra Hellesylt der er efter Vera-datteren Skálmöld fra Dýrfinnustaðir. Lidt af Gnótt gener fandes også på 4-gænger fløjen hvor Askur fra Langahlíð, der er efter Erill-datteren Askja fra Stóra-Sandfell, deltog i A-finalen i V1.

  The descendant of our mares Gnótt and Vera did well last weekend at the World Toelt event, held in Odense, Denmark. In the show of five-gaited stallions the son of Gnótt, Ágústínus received the silver medal and the bronze went to Léttir from Hellesylt that is son of the Vera-daughter, Skálmöld from Dýrfinnustaðir. A bit of Gnótt’s genes could also be found on the four-gaited wing where Askur from Langahlíð that is after the Erill-daughter Askja from Stóra-Sandfell, participated in the A-final in V1- competition.

Efst/ovenfor/above: Haust/efterår/autumn 2009. Vera frá Kópavogi, Síðasta-Öld frá Melaleiti, Gnótt frá Steinmóðarbæ. Neðst/nedenfor/below: Vor/forår/spring 2009. Vera 26 vetra/år/yrs; Gnótt 30 vetra/år/yrs.

Vera-og-Gnott


Vordagur í Melaleiti

$
0
0

Merar og tryppi 22maí2016

Hrossin okkar í Melaleiti undu sér vel í vorblíðunni um síðustu helgi. Folöldin frá því í fyrra hafa þroskast ágætlega í vetur og nokkur þeirra má sjá á meðfylgjandi myndum. Tvær merar eiga að kasta í vor, þær Runa og Messa, en báðar eru fengnar við Ísaki frá Dýrfinnustöðum og við bíðum spennt eftir nýjum folöldum.

Vejret var skønt i Melaleiti i weekenden så her kommer nogle fotos af vores flok der, bl.a. føl fra i fjor som ser ud til at have udviklet sig godt i vinter. To hopper skal fole i foråret, Runa og Messa, og som altid vi glæder os til at se resultatet af sidste års paringer.

 Our flock in Melaleiti enjoyed the mild and sunny weather last weekend. The photos below show some of the yearlings, who have thrived and developed quite well in the winter. Two mares will foal this spring, Runa and Messa, and we look forward to wellcome the new foals, both sired by Ísak from Dýrfinnustaðir.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Meistari frá Melaleiti og Nót frá Melaleiti

Meistari frá Melaleiti og Nót frá Melaleiti

Nifteind frá Melaleiti Gáfa frá Melaleiti Miklihvellur frá Melaleiti Gáfa og Miklihvellur Meistari frá Melaleiti og Nót frá Melaleiti Vottur og Miklihvellur
Miklihvellur frá Melaleiti

Miklihvellur frá Melaleiti

Runa (t.v.) og Messa frá Melaleiti Tvær fylfullar merar: Messa og Runa

Tvær merar undir Sirkus frá Garðshorni

$
0
0
Sirkus-fra-Gardshorni -www.eidfaxi.is

Sirkus frá Garðshorni, knapi Agnar Þór Magnússon. Mynd fengin af http://www.eidfaxi.is

Sirkus frá Garðshorni er ein af stjörnum síðasta landsmóts að Hólum og handhafi annarrar hæstu hæfileikaeinkunnar (8.71) sem gefin hefur verið 4. vetra stóðhesti –magnaður hestur þar á ferð. Sirkus, sem er ræktaður af vinum okkar Agnari Þór og Birnu í Garðshorni, verður í hólfi hjá Dalamönnum í sumar. Í síðustu viku lögðum við Stefán í Skipanesi land undir fót með fjórar hryssur á kerru til hans, þar af tvær úr Melaleiti þær Árúnu Ágústínusardóttir og Óöld Verudóttir.

  To hopper til Sirkus! Sirkus fra Garðshorn er en af stjernerne fra sidste Landsmót på Hólar og beholder af den anden højeste kåring for rideegenskaber en 4. årig hingst har fået. Sirkus er avlet af vores venner Agnar Þór og Birna i Garðshorn, der har opnået bemærkelsesværdige resultater med deres hesteavl i de sidste par år. Sidste uge satte vi så to hopper, Árún og Óöld, til Sirkus hvor han går med flok hopper i V-Island.

 Two mares go to Sirkus! Sirkus from Garðshorn is bred by our friends Agnar Þór and Birna and is one of the stars of last Landsmót at Hólar. Sirkus is the holder of the second highest score for ridden abilities (8.71) that has ever been given to a four year old stallion. Last week we took two mares from Melaleiti, Árún and Óöld, to Sirkus were he serves a flock of mares this summer in V-Iceland.

Óöld-frá-Melaleiti-júlí2016
Árún-frá-Mosfelli-júlí2016

Á þrettándanum

$
0
0

viljahestar8-6jan17

Á þrettándanum var kyrrð og ró yfir trippum og folaldsmerum í Melaleiti, rétt eins og veðrinu, sem hefur annars verið risjótt. Hér fyrir ofan er Feikn frá Melaleiti, undan Ofgnótt frá Melaleiti og Massa frá Melaleiti.

  I Melaleiti havde hopper, føl og plage en stille helligtrekongersdag efter storm- og regnfulde dage. Her oven for er Feikn, efter Ofgnótt fra Melaleiti og Massi fra Melaleiti.

  We have had all kinds of weather at the farm on the first days of the new year, but last Friday light frost and calm wind made the day for our horses. Above is Feikn (2015), her dam is Ofgnótt from Melaleiti, sire Massi from Melaleiti.

viljahestar2-6jan17

Liður, Ritning, Feikn og Gáfa

Liður (2016 – m. Runa, f. Ísak frá Dýrfinnustöðum), Riting (2o16 – m. Messa f. Ísak frá Dýrfinnustöðum), Feikn (2015 – m. Ofgnótt, f. Massi frá Melaleiti) Gáfa (2015 – m. Glás f. Hvinur frá Blönduósi).

viljahestar4-6jan17

Spurn frá Melaleiti (2009)

Hér fyrir ofan er Spurn frá Melaleiti sem er fengin við Lexus frá Vatnsleysu. Afkvæmi þeirra gæti fengið skemmtilegan lit – en báðir foreldrar bera slettuskjótta genið auk þess sem móðirin gæti gefið vindóttan lit.

  Oven for: Spurn fra Melaleiti er drægtig efter Lexus fra Vatnsleysa. Det kan give en spændende farve eftersom begge to er bærere af det splashbrogede gen og desuden kunne Spurn give vindott farve til sit afkom.

  Above: Spurn from Melaleiti is in foal. The expected offspring is after Lexus from Vatnsleysa. Both parents are carriers of the splash-white gene and Spurn has the silver dapple gene.

Vor í Melaleiti

$
0
0

Það er langt síðan við höfum sagt fréttir af hrossunum okkar í Melaleiti og því koma hér nokkrar stemningsmyndir úr vorinu. Allt grænkar og vex og hrossin koma vel undan vetri.

Þrjár fylfullar merar bíða þess að kasta í hólfi við Skálalæk. Á myndinni hér fyrir ofan er Árún frá Mosfelli sem er undan Ágústínusi frá Melaleiti. Hún er fengin við Sirkusi frá Garðshorni. Fyrir neðan er fremst Spurn frá Melaleiti, sem er fengin við Lexusi frá Vatnsleysu og þar fyrir aftan Ofgnótt (rauðblesótt), fengin við Gregoríusi frá Melaleiti.

Fyrr í mánuðinum voru gjafahóparnir þrír sameinaðir og hleypt í sumarhaga, eftir ormahreinsun, hófsnyrtingu og annað sem gera þarf eftir veturinn. Þar með talin var gelding á eina hestfolaldi síðasta árs.

  Det er snart lang tid siden vi har bragt nyheder om vores hesteflok i Melaleiti, så her kommer nogle forårsfotos.

Vi har tre hopper der skal fole i år. Den ene er Árún fra Mosfell (skimmel, foto for oven) – datter af Ágústínus fra Melaleiti, drægtig ved Sirkus fra Garðshorn. Så er det Spurn fra Melaleiti (brun vindott), der er drægtig ved Lexus fra Vatnsleysa og den tredje er Ofgnótt (rød med blis) der blev bedækket af vores egen hingst, Gregoríus fra Melaleiti.

Tidligere i maj forenede vi de tre flokke vi har fodret adskilt i vinter og drev dem ud på sommermarkerne efter at vi havde klippet hove, ormebehandlet og kastreret det ene hingsteføl fra sidste år.

  It’s been a while since we’ve reported news about our horses in Melaleiti, so here are just a few snapshots from early May.

The fields are getting lush and green and three mares are waiting for their time to foal. Above is Árún (grey) from Mosfell, daughter of Ágústínus from Melaleiti. She is to have a foal sired by Sirkus from Garðshorn. Below is Spurn from Melaleiti (silver dapple bay), to have a foal sired by Lexus from Vatnsleysa and the third Ofgnótt (red with blaze), with foal sired by Gregoríus from Melaleiti.

We have also collected the three groups of horses that are winter fed in Melaleiti, and driven to summer fields for grazing. First giving them all a thorough check, cutting hooves, worming and other things needed after the winter, including castrating the only colt from last year.

 

Fregn frá Melaleiti

$
0
0

Fyrsta folald ársins 2017 í Melaleiti leit dagsins ljós 2. júní. Það er rauðjörp meri, tvístjörnótt, sokkótt á afturfótum og hringeygð á vinstra auga. Folaldið hefur fengið nafnið Fregn frá Melaleiti. Móðirin er Spurn frá Melaleiti, faðirinn er Lexus frá Vatnsleysu. Spurn er í eigu Stutteri Ahl á Jótlandi, sem er rekið af systur Vilhjálms, Svövu Svansdóttur og eiginmanni hennar, Jesper Viskum Madsen. Folaldið Fregn eigum við í félagi með þeim.

  Så har vi en god nyhed! Spurn fra Melaleiti folede den 2. juni. Et rødbrunt hoppeføl med stjerne og snip, hvide sokker på bagben og et glasøje (hringeygð), d.v.s. med en ring i venstre øje. Faren er Lexus fra Vatnsleysa. Føllet har fået navnet Fregn fra Melaleiti. Spurn ejes af Stutteri Ahl i Ebeltoft, der drives af Vilhjálmurs søster, Svava Svansdóttir og hendes mand Jesper Viskum Madsen. Føllet Fregn (Nyhed) ejer vi i fællesskab med dem.

  We’ve got good news! This years first foal is here. The dam is Spurn from Melaleiti, sire Lexus from Vatnsleysa. The foal is a red bay mare, with a star and a snipe, white socks on the hind legs, glass-eyed on the left. We gave this colorful mare the name Fregn from Melaleiti. Fregn means news. The mother, Spurn, is owned by Stutteri Ahl in Denmark, which is driven by Vilhjálmur’s sister Svava Svansdóttir and her husband Jesper Viskum Madsen.

Áróður frá Melaleiti

$
0
0

Eftir langa bið kastaði Ágústínusardóttirin Árún frá Mosfelli brúnstjörnóttu hestfolaldi á frídegi verslunarmanna, 7. ágúst. Folaldið hefur hlotið nafnið Áróður frá Melaleiti. Áróður er undan Sirkusi frá Garðshorni (8.61) sem stóð efstur í flokki 4. vetra stóðhesta á síðasta landsmóti á Hólum. Auk augljósrar tilvísunar í hreinan áróður vísar nafnið til eldri merkingar orðsins og fæðingarstaðarins, Skálatungu, sem áður var byggð, en þaðan máttu ábúendur sækja sjóinn sér til viðurværis.

  Vi har ventet længe på at Ágústínus-datteren Árún fra Mosfell ville fole. Tidligt om morgenen den 7. august mødte Árún så op med et sort hingsteføl, dekoreret med en lille stjerne. Føllet der har fået navnet Áróður fra Melaleiti er efter den høj-kårede Sirkus fra Garðshorn (8.61). Navnet Áróður har flere betydninger men den mest almindelige er Propaganda eller Agitation, så på dansk kunne navnet være Agent eller Forkynder. En anden betydning  at ro på – henviser også til fødestedet i Melaleiti, Skálatunga, som førhen var bygget af folk der måtte hente sit livsophold fra havet.

  At last! Early morning on August 7th, Árún from Mosfell (sire: Ágústínus) met up with a black colt, decorated with a little star. The foal’s name is Áróður from Melaleiti, and the sire is the high-evaluated stallion, Sirkus from Garðshorn (8.61). The name Áróður has several meanings, the most common being Propaganda or Agitation, although it has a milder tone in Icelandic. Another and older meaning of the word – to row for – suited the birthplace: Skálatunga in Melaleiti, where fishermen’s shacks stood in the olden days and wherefrom the residents took their boats to sea.

Ungviðið í ágúst

$
0
0

Það er ekki seinna vænna að setja inn nokkrar sumarmyndir af folöldunum. Fregn (f. 2. júní) og Spurn eru nú komnar aftur heim í Melaleiti eftir heimsókn til Álfarins í Syðri-Gegnishólum. Hin folöldin í ár, Ofursti (f. 21. júlí) og Áróður (f. 7. ágúst), dafna vel og tóku vel á móti nýjum félaga. Það er mikið hlaupið um á kvöldin en þessar myndir voru teknar á dögunum.

  Man må hellere skynde sig at vise nye fotos af sommerens føl der vokser så hurtigt. Fregn (f. 2. juni) og Spurn er tilbage i Melaleiti efter besøg til ÁlfarinnSyðri-Gegnishólar. De to andre føl: Ofursti (f. 21. juli) og Áróður (f. 7. august), trives godt og hilste den nye legekammerat velkommen. Der er meget galoperet hver aftenen!

  It’s time to bring out new photos of the fast growing foals that were born this summer. We have brought back to Melaleiti Spurn and Fregn (b. 2. June), after a visit to Álfarinn in Syðri-Gegnishólar. The other two foals: Ofursti (b. 21. July) og Áróður (b. 7. August), were only happy to meet a new friend.

Fyrir ofan | Ovenfor | Above: Árún og Áróður.
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


Áramót 2019-2020

$
0
0

🇮🇸 Tíðin dagana fyrir og eftir áramót hefur verið risjótt í meira lagi, en þó með góðum dögum inn á milli. Hér eru myndir sem teknar voru af hrossunum okkar þegar loks viðraði til myndatöku. Gleðilegt ár!

IS2011135450 Bagall frá Melaleiti (Hrímnir frá Ósi/Messa frá Melaleiti)

🇩🇰 Vejret i Island har været barsk og omskiftende i julen og dagene efter nytår. Dagslyset er sparsomt på denne årstid, men der har dog været enkelte dage hvor det har været muligt at tage nogle billeder af vores heste i Melaleiti. Med følgende foto-reportage ønsker vi godt nytår!

IS2018235451 Fjöðrun frá Melaleiti (Svartálfur frá Syðri-Gegnishólum/Dýrvin frá Melaleiti)

🇬🇧 The weather in Iceland has been rather harsh at Christmas and in the first days of New Year. However, even though daylight is sparse this time of year in Iceland, there have been a few days where it has been possible to take some pictures of the horses in Melaleiti. The results of these efforts can be seen in the following photo-reportage.
Happy New Year!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Tveggjavetra graðfolarnir Rustikus frá Dýrfinnustöðum og Áróður frá Melaleiti

 

Viewing all 16 articles
Browse latest View live